facebook

Newton Running

Hvernig eiga góðir hlaupaskór að vera? Það fer eftir því til hvernig hlaupa og æfinga þú ætlar að nota þá. Algengast er að flokka skóna í  utanvegaskó, góða æfingaskó og léttari skó sem notaðir eru í keppni og hraðari og styttri vegalengdir.

Góðir götuhlaupa æfingaskór

Miklar breytingar hafa orðið á hefðbundnum hlaupaæfingaskóm undanfarin ár. Þegar  Nike framleiðandinn kom með Nike Air Max 1 skóna á markaðinn árið 1987, skóna með fyrsta stóra hælnum, kepptust hlaupaskóframleiðendur við að hanna og selja hlaupaskó með þykkum hælsóla með mikilli dempun. Þessi nýja hönnun gerði það að verkum að skórnir stýrðu lendingu hlauparans í hverju skrefi niður á hælinn með meira álagi á stoðkerfið og skekkju í hverju skrefi. Álagsmeiðsl í baki, mjöðmum, hnjám og sköflungum urðu klassíkt vandamál.  

Þeir skóframleiðendur sem hannað höfðu skó sem sköpuðu ákveðið vandamál hvað varðar álagsmeiðsli, framleiddu síðan margar gerðir af skóm með styrkingum innan- og utanfótar til að hjálpa fólki við að leysa vandamálin. Samhliða þessu þyngdust skórnir .

Frá árinu 2007 hefur alveg orðið viðsnúningur í hönnun á hlaupaskóm. Mikil þróun hefur orðið á þeim efnum sem notuð eru. Efnin í dempunarpúðum og sóla eru orðin mikið léttari og þessi nýju efni gefa mun betri dempun og mýkt en efnin í eldri skóm. Endingin er líka svipuð eða meiri. Yfirbygging er líka sterkari, mýkri, eftirgefanlegri og léttari.

Fyrir nokkrum árum þótti fínt að hlaupa í 350-385g (karla) æfingaskóm og margir eru enn í dag að hlaupa á skóm sem eru 320g. Flest allir góðir æfingaskór í dag eru komnir undir 290g þyngd (karla).

„Droppið“ í skónum eftir Nike Air Max byltinguna fór alveg upp í 14mm en í dag eru best hönnuðu skórnir með 0-4mm drop (hæðarmunur sóla undir hæl og tábergi). Eftir því sem skórnir verða flatari þá færist lendingin meira á miðju fótsins með minna álagi upp í stoðkerfið. Ennfremur  verður hlaupaferlið skilvirkara og léttara vegna þess að þyngdarpunktur líkamans færist framar. Þegar hönnun í skónum er orðin þetta góð þá hverfa allar styrkingar og stýringar. Ástæðan er sú að við lendingu á miðjum sóla breytist niðurstigsferlið og þú hefur litla sem enga möguleika á að skekkja fótinn inn á við eða út á við. Þú rúllar létt fram yfir tábergið og tilfinningin segir þér að þú hlaupir hraðar.

Fjögur atriði sem þú skalt hafa í huga þegar þú velur þér góða æfingaskó

Veldu þér skó sem eru undir 270g (karla) 225g (konu).

Veldu þér skó sem eru með þykkt sóla milli 25 og 30mm.( nauðsynlegt til að skórnir veiti þér alla þá mýkt og dempun sem þú þarft á að halda til að hlaupa á hörðu undirlagi. Ennfremur tryggir það hámarks endingu í skónum, 800-1200km, fer eftir þyngd, hlaupastíl og notkun hvers og eins.

Veldu þér skó sem eru með 0-4mm drop (munur á þykkt sóla við hæl og táberg).

Það tryggir skilvirkari hlaupastíl, minna álag á stoðkerfið, hæl og tábergsbein.

Sem sagt þú ert að frjárfesta í gæðum.

Veldu þér skó sem þér líður vel í, skó með þægilega yfirbyggingu sem þvinga þig hvorki né stýra.

Veldu þá nógu stóra, tær mega ekki þrýstast fram í skó við lendingu.