facebook

Hlaupagreining

Hlaupagreiningin fer í fyrsta lagi fram á hlaupabretti þar sem við skoðum hlaupahreyfinguna í heildarmynd sinni en ekki bara niðurstigið. Niðurstigið eða lendingin er aðeins hluti af heildar hreyfingunni við hvert hlaupaskref. í öðru lagi mælum við álagsflöt fóta. Einnig greinum við líkamsstöðu og líkamsbeitingu.

Það geta miklu fleiri spurningar komið upp í hugann sem við getum hjálpað þér að svara. Ekki hika við að panta greiningu strax. Þú getur komið í veg fyrir óþarfa fjárútlát og óþægindi. Þú finnur ekki lausn við vandanum með því að sitja heima og hvíla. Tíminn læknar ekki öll sár því miður og mundu að það er óeðlilegt að finna til á hlaupum.

Hringdu í síma 553-1020 eða pantaðu tíma.PANTA TÍMA. Heildar náttúrulega hlaupagreiningin kostar kr.3,000.-

Ath: Sá kostnaður gildir sem inneignarnóta á innlegg eða nýja hlaupaskó.

Hlaupakveðja Daníel Smári

Viðskiptavinir okkar geta treyst því að fá heiðarleg svör við öllum spurningum sínum varðandi réttan hlaupabúnað, álagsmeiðsli og fleira. Við komum með réttar lausir á fljótlegan og ódýran hátt.

 • Hvernig hlaupaskó á ég að velja mér miðað við minn hlaupastíl, þyngd, aldur, markmið og líkamsástand
 • Þarf ég að breyta hlaupastílnum mínum
 • Þarf ég að kaupa mér nýja skó eða innlegg
 • Er ég að hlaupa í hlaupaskóm sem henta mér best
 • Ég er þreytt/þreyttur í baki, fótum, mjöðmum, undir il eða undir tábergi. Hvað á ég að gera?
 • Mér er illt í baki, mjöðmum, hnjám, ökkla, undir il eða undir tábergi. Hver er ástæðan?
 • Ég er með beinhimnubólgu
 • Ég er með mjög stífa kálfa
 • Ég get ekkert hlaupið vegna? Hvað á ég að gera?
 • Ég er með fótapirring eftir æfingar og á nóttunni.
 • Hvernig fer ég að því að hlaupa hraðar?